Ný stjórn kjörin á aðalfundi SAF 2025

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars.

Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára.

Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri GJ Travel, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar og Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára.

Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair og Jóhanna Margrét Gísladóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Play hlutu færri atkvæði og eru því varamenn í stjórn SAF starfsárið 2025 – 2026.

Ásamt þeim sitja í stjórninni þau Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf., Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum og Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard.

Úr stjórn SAF gengu þau Helgi Már Björgvinsson, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Icelandair og Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og þjónustu hjá Play. Eru þeim færðar góðar þakkir fyrir vel unnin störf á vettvangi samtakanna.

Stjórn SAF 2025: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, eigandi Midgard, Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show, Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri GJ Travel, Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar hvalaskoðunar, Erna Dís Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum og Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf og formaður.

Tengdar fréttir

Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) stendur að ráðstefnunni Menningarauðlind ferðaþjónustunnar, ráðstefnu um menningarferðaþjónustu og nýja ferðamálastefnu til 2030 þann 14. maí í Hofi, …

Hringborðsumræður með sérfræðingum í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinum. Samtök ferðaþjónustunnar og Iðan fræðslusetur bjóða öllum sem áhuga hafa að taka þátt í …

Á undanförnum vikum og mánuðum hafa óveðursský hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Tíu prósent …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fór fram á Hótel Örk í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars sl. Félagsmenn í SAF fjölmenntu í Hveragerði, en dagurinn …

Í tengslum við aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar, sem fram fór í Hveragerði fimmtudaginn 20. mars, var kjörið í fagnefndir SAF. Eftirtaldir einstaklingar skipa …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2025 fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í gær, fimmtudaginn 20. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram …