Ferðaþjónustudagurinn 2025
Á Ferðaþjónustudeginum 2025 var rætt um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þarf til að tryggja að ferðaþjónusta geti áfram verið lykill að bættum lífskjörum á Íslandi. Þá var fjallað um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og áformað náttúru- og innviðagjald á ferðamenn. Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn á í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október 2025, kl. 14:00.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tóku þátt í ferðaþjónustudeginum 2025. Pétur Óskarsson formaður SAF ræddi m.a. við forsætisráðherra um framtíðarsýn ríkisstjórnarinnar varðandi ferðaþjónustu og hlutverk hennar í boðaðri atvinnustefnu. Þá tók atvinnuvegaráðherra þátt í pallborðsumræðum með Boga Nils Bogasyni forstjóra Icelandair, Iðu Brá Benediktsdóttur aðstoðarbankastjóra Arion Banka og Ásgeiri Baldurs, forstjóra Arctic Adventures.
Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Pétur Óskarsson formaður SAF ræðir við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
Ásgeir Baldurs, forstjóri Arctic Adventures
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka
Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra
Diljá Matthíasardóttir, hagfræðingur SAF, stýrir fundinum og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, stýrir umræðum.
Venju samkvæmt var blásið til móttöku og netagerðar að afloknum fundi.
Öll erindi og umræður á ráðstefnunni voru tekin upp og eru birt hér neðst á síðunni. Þar eru einnig viðtöl við þátttakendur og gesti um efni ráðstefnunnar og upplifun þeirra af vinnustofu og umræðum. Hér efst má horfa á fundinn í heild sinni en neðar eru einstakir dagskrárliðir fundarins birtir sérstaklega.
© 2025 SAMTÖK FERÐAÞJÓNUSTUNNAR. Allur réttur áskilinn.